Hilleröd Langbane Cup 2022
11 krakkar á aldrinum 13-15 ára frá SA fóru í sína fyrstu keppnisferð erlendis um helgina.Þau tóku þátt í móti í Hilleröd Langbane cup í Danmörku.
Það er óhætt að segja að það var mikil tilhlökkun hjá þeim, enda búin að bíða eftir þessu síðan 2020 en ferðin var áætluð þá en vegna covid var henni frestað.
Krakkarnir stóðu sig frábærlega á sínu fyrsta móti erlendis, margar mætingar og góð stemning í hópnum. Í
gær var svo haldið til Kaupmannahafnar í smá skemmtiferð. Þau fóru m.a. í tívolí og skoðunarferð.