29 sundmenn á Landsbankamót IRB

Landsbankamót IRB fór fram í Keflavik um helgina og 29 sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt.

Á föstudaginn voru það 8 ára sundmenn sem stungu sèr til sunds í fyrsta skipti á sundmóti í 25m laug.
Þau stóðu sig mjög vel og syntu mjög flott sund. Greinilega búin að æfa tæknina vel í vetur.

Á laugardaginn kepptu 12 ára og yngri í 25m laug, meðan 13 ára og eldri kepptu í 50m laug.
Hèr voru góðar framfarir og nokkrir syntu sig til verlauna. En ánægjulegast var að sja að þau voru búin að ná flestum af tækniatriðunum sem þau eru búin að æfa upp á síðkastið.Eitt Akranesmet í piltaflokki (15-17 ára) var sett um helgina og það var hann Einar Margeir Ágústsson sem synti 50m flugsund á 29.17, gamla metið átti Ágúst Júlíusson á 27.25 frá árinu 2006.

Það var gaman að koma loksins á gistimót eftir langt hlé.

Við þökkum ÍRB fyrir frábært mót og líka takk Einarsbúð sem sá um bakkamat fyrir okkar sundfólk.
Ekki er heldur hægt að fara á gistimót án þess að hafa góðan hóp foreldra til að fara með okkur og aðstoða og við þökkum fyrir það.