Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon skrifuðu undir samning við Sundfélag Akraness

Nú á dögunum skrifuðu landsliðs sundfólkið Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon undir samning við Sundfélag Akraness um úthlutun úr afreksjóði S.A.

Framundan eru mörg verkefni hjá Íslenska landsliðinu í sundi, sundfólkið er á leiðinni til Glasgow að keppa á sterku alþjóðlegu móti og einnig mun Kjell Wormdal fara með sem þjálfari.Einar Margeir hefur náð lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga sem verður haldið í Rúmeníu í sumar.

Afreksjóður S.A. mun niðurgreiða landsliðsverkefnin og æfingarferðir hjá hópnum.Styrktaraðilar Sundfélags Akraness fjármagna sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja sundmenn fjárhagslega í afreksstarfi eins t.d. niðurgreiðslu á Íslandsmeistaramótum, landsliðsverkefnum og æfinga/keppnisferðum.

Ef þig langar að vera styrktaraðili Afreksjóðs og/eða Sundfélags Akraness er hægt að styrka með því að leggja inn á reikningsnr: 186-15-380864 kt: 630269-4239 eða hafa samband við okkur með tölvupósti á sund@ia.is