Þrír sundmenn frá sundfélagi Akranes með landsliðinu í Glasgow

Landslið Islands tók þátt í Glasgow International Swim meet um helgina, Sundfélag Akraness átti þar þrjá fulltrúa, þau Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjörgu Bjartey Guðmundsdóttur.

Þetta var þeirra fyrsta stórmót erlendis og mikilveg reynsla fyrir framtiðina.
Landsliðshópurinn allur stóð sig mjög vel á þessu móti.

Einar Margeir átti mjög góða helgi, þar sem hann bætti sig í öllum greinum sínum og setti þrjú Akranesmet.
Í 50m bringusundi synti hann á 29.10 sem er aðeins 0.02 frá Islandsmeti í unglingaflokki, það skilaði honum 2. sæti í unglingaflokki og 10 sæti í opnum flokki.
Hann var einnig í 2. sæti í unglinga flokki í 100m bringusundi en þar synti hann á tímanum 1.04.80, sem skílaði 6. sæti í opnum flokki.  

Í 200m bringsundI náði hann einnig 2 sæti í unglingaflokki á timanum 2.24.23, sem var 12. sæti í fullorðinsflokki.

Krístjan Magnússon keppti í 50m, 100 og 200m skriðsundi.
Hann bætti sig í 100m skriðsundi og þar synti hann á 55.58 en synti aðeins hægar í úrslitasundi.
Hann var alveg við sinn tíma í 50m skriðsundi þar sem hann synti á 24.87 í úrslita sundi. það skilaði honum 5. sæti í unglingaflokki.
Kristján synti mjög flott 200m skrið um morgunninn og var alveg við sinn besta tima 2.02.98

Úrslitasundið gekk ekki alveg upp, mikill vilji en aðeins á eftir timanum í morgunhlutanum.


Bjartey sem er á sínu fyrsta ári í fullorðins flokki keppti í 50m, 100m og 200m skriðsundi og 50m flugsundi.
Í 50m flugsundi var hún alveg við sinn besta tíma.
Bjartey byrjaði með miklum krafti í 50m skrið og var mjög hröð fyrstu 25 metrunum en var ekki alveg í toppi tæknilega og synti aðeins slakari tíma en hun á eða á 28.33.

I 200m skriðsundi synti hún með góða tækni og var á timanum 2.14.86 sem er 3. besti tíminn hennar.
I 100m skriðsundi synti hún svakalega vel siðustu 50m og kom i mark á 1.01.26.

Næsta verkefni hjá þeim er sumarmót Islands sem fram fer í Ásvallalug 18-19. Juni.

http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2022/05/27/GLASGOW-INTERNATIONAL-SWIM-MEET-27.-29.-mai-2022/