Sumarmót SSÍ fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði
Sumarmót SSÍ fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina, þar sem besta sundfólk Íslands mætti til keppni.
Mótið eru fyrir stelpur 15 ára og eldri og strákar 16 ára og eldri.
Sundfélag Akraness var með 10 keppendur sem öll syntu vel og urðu í fjórða sæti í stigakeppninni.
5 akranesmet féllu um helgina, 2 gullverðlaun, 5 silfur, 1 brons og 19 perónuleg met var uppskera helgarinnar.
Einar Margeir varð annar stigahæsti sundmaðurinn í unglingaflokki á mótinu, Enrique Snær fimmti í fullorðinsflokki og Guðbjörg Bjartey fjórða í unglingaflokki kvenna.
Gullverðlaun:
Enrique Snær í 200m og 400m fjórsund
Silfurverðlaun:
Enrique Snær 400m skriðsund
Einar Margeir 200m fjórsund, 50m bringusund og 100m flugsund
Guðbjörg Bjartey 100m flugsund
Brons
Guðbjarni 200m skriðsund
Akranesmet:
Enrique Snær bætti Akranesmet í 200m fjórsundi sem hann sjálfur átti frá því í fyrra um 2 sekundur, nýja metið er 2.11.13.
Einar Margeir setti nýtt Akranesmet í 200m fjórsundi í piltaflokki á tímanum 2.13.00, gamla metið átti Hrafn Traustason á 2.14.77 frá 2009.
Hann bætti líka metið í sama flokki í 100m flugsundi um rúma sekundu þegar hann synti á 59.83, hann átti sjálfur metið frá því fyrr á árinu.
Guðbjarni bætti svo metið í 200m skriðsundi í piltaflokki (15-17 ára) á tímanum 2.02.07. Gamla metið átti Einar Margeir á 2.02.44 frá því í mars.
í 4×100 skriðsund blandað boðsund bætti svo Einar Margeir, Guðbjarni, Guðbjörg og Ingibjörg metið í bæði fullorðinsflokki og unglingaflokki þegar þau syntu á 3.58.66. Gamla metið áttu þau Atli Vikar, Una Lára, Júlia Björk og Ágúst frá árinu 2014 á 4.05.12