Fjögur Akranesmet í fullorðinsflokki og tvö í piltaflokki á Sprengimóti Óðins.

Helgina 10. – 11. september tóku 12 sundmenn frá ÍA þátt í afmælismóti Óðins á Akureyri.
Glæsilegt mót og frábær framistaða hjá okkar krökkum þar sem við sáum fullt af bætingum og stemningin var frábær á fysta sundmóti tímabillins.

Almar Sindri, Einar Margeir og Enrique Snær bættu sig í öllum sínum sundum.

Akranesmet fullorðinsflokki:

100m baksund,  Enrique Snær Llorens Sigurðsson  59.49,  gamla metið átti  Jón Ingi Sigurðsson á 59.97  frá 2011
200m baksund,  Enrique Snær Llorens Sigurðsson  2.10.26, gamla metið átti  Birgir Viktor Hannesson á 2.10.96 frá 2010
100m bringusund,  Einar Margeir Ágústsson 1.03.85  gamla metið átti Hrafn Traustason á  1.04.61  frá 2009
100m fjórsund,  Einar Margeir Ágústsson  58.86, gamla metið átti  Ágúst Júlíusson á 59.56 frá 2016

Piltamet  15-17 ára
100m skriðsund, Einar Margeir  53.16, gamla metið átti Gunnnar Á Ársælsson á  53.50 frá 1990
200m skriðsund, Einar Margeir  1.57.42 gamla metið átti  Gunnar Smári Jónbjörnsson á 1.58.17  frá 2004