Tíu Norðurlandameistaratitlar og eitt garpamet
Tíu Norðurlandameistaratitlar og eitt garpamet
Norðurlandameistaramót garpa í sundi fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um liðna helgi.
Sundfélag Akraness átti fjóra fulltrúa á mótinu sem sópuðu að sér verðlaunum.
Kristín Minney Pétursdóttir er Norðurlandameistari í eftirtöldum greinum í aldursflokknum 40-44 ára:
50 metra skriðsundi ,100 metra skriðsundi ,400 metra skriðsundi
100 metra bringusundi, 200 metra bringusundi,
100 metra fjórsundi, 400 metra fjórsundi
Að auki setti hún Íslandsmet í 400m fjórsundi í sínum aldursflokki á tímanum 6.52.47.
Silvia Llorens Izaguirre er Norðurlandameistari í 800 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi í aldursflokknum 40-44 ára.
Anna Leif Auðar Elídóttir er Norðurlandameistari í 50 metra flugsundi í aldursflokknum 50-54 ára.
Að auki synti kvennasveitin í tveimur boðsundum, 4*50m skriðsundi og 4*50m fjórsundi og vann til silfurverðlauna í þeim báðum.
Alls unnu Skagakonurnar til 27 verðlauna á mótinu!
Eins og venjan er á mótum sem þessum, ríkti mikil gleði og góður andi. Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja og þar sem mótið var ekki stórt í sniðum náðu keppendur, starfsfólk og aðrir áhangendur að kynnast og mynda vinatengsl sem hægt verður að rækta á komandi sundmótum.
Auk þess að synda nutu keppendurnir okkar færeyskrar matarmenningar, stórbrotins landslags, menningar og listar að ógleymdu næturlífinu.
Sund er góð hreyfing alla ævi!