Arena mót Ægis

18 sundmenn, 10 ára og eldri tóku þátt í Arena móti Ægis sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.
Sundfólkið átti mörg góð sund, með góðum bætingum síðan á Sprengimótinu sem var fyrir þremur vikum.

Fimm sundmenn afrekuðu að bæta sig í öllum sínum greinum :
Almar Sindri Danielsson Glad, Vikingur Geirdal, Sunna Dís Skarpéðinsdóttir, Vilborg Anna Björgvinsdóttir og Kajus Jatautas.

Alls fengu sundmenn frá ÍA 5 gull, 3 silfur, 3 brons.