Íslenskir sunddómarar á Evrópuráðstefnu í Belfast Helgina 25.-27. nóvember

Íslenskir sunddómarar á Evrópuráðstefnu í Belfast Helgina 25.-27. nóvember sl. hélt evrópska sundsambandið (LEN) sína fimmtu ráðstefnu fyrir sunddómara í Belfast á N-Írlandi.

Sex yfirdómarar frá Íslandi sóttu ráðstefnuna, þar af einn frá Sundfélagi Akraness en í heildina voru þátttakendur tæplega 100 frá um 25 löndum. Ráðstefnan er mikilvægur liður í að kynna breytingar á FINA sundreglum, sem eru alþjóðlegar reglur sem dæmt er eftir í sundíþróttinni.

Breytingarnar taka gildi um næstu áramót. Ekki er um neinar grundvallarbreytingar að ræða, en mikilvægt þótti að skýra ýmis ákvæði betur og einnig er mikilvægt fyrir sundíþróttina að þróast samhliða tækniframförum og auknum möguleikum í VAR dómgæslu (video assistant referee).

Miklar og fjörugar umræður sköpuðust en ráðstefnan var sett upp á dýnamískan hátt með hefðbundnum erindum, vinnusmiðjum og fyrirfram höfðu þátttakendur tækifæri á að senda inn fyrirspurnir um sín hugðarefni.

Að sögn íslensku þátttakendanna var ráðstefnan einstaklega gagnleg, fagleg og vel skipulögð.
Næsta skref er að kynna breytingarnar og helstu niðurstöður fyrir íslenska sundsamfélaginu.

Þátttakendurnir frá Íslandi voru þau: Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sundfélagi Akraness Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, Sundfélaginu Ægi Björn Valdimarsson, Sundfélaginu Fjölni Viktoría Gísladóttir, Breiðabliki Ragnheiður Birna Björnsdóttir, SH Tómas Gísli Guðjónsson, SH