Lágmark fyrir Evrópumeistaramót unglinga, 5 Akranesmet slegin og 2 silfur á Reykjavik International.

Lágmark fyrir Evrópumeistaramót unglinga, 5 Akranesmet slegin og 2 silfur á Reykjavik International.

Gott gengi var hjá okkar sundfólki á Reykjavik International um helgina, mótið var mjög sterkt með yfir 330 sundmenn frá 16 löndum, þar af nokkrir sem hafa synt á Olympiuleikum eða EM / HM.

Við vorum með 12 keppendur þetta árið og niðurstaðan var mjög góð með flottar bætingar og mörg úrslitasund.

Enrique Snær vann silfur í 200m fjórsundi og 200m flugsundi, í flugsundi var hann aðeins 0,02 frá gullinu eftir mjög spennandi lokasprett.
Hann setti Akranesmet í 200m baksundi á tímanum 2.15.87, gamla metið átti Jón þór Hallgrimsson á 2.17.77 frá árinu 2010.

Einar Margeir Ágústsson náði lágmarki fyrir Evrópameistramót unglinga sem fer fram í Serbiu í sumar, alltaf gott að ná lágmarkinu snemma á árinu. Hann varð í 4. sæti í 50m bringusundi á tímanum 29.26 en Anton Sveinn Mckee var sigurvegari á 28.66.

Kristján Magnússon setti hvorki meira né minna en þrjú Akranesmet í baksundi :
Í fullorðinsflokki setti hann met í 50m baksundi á 29.16 gamla metið átti Jón þór Hallgrimsson fra 2012 á 29.29

Í unglingaflokki setti hann tvö met, í 50m baksundi á tímanum 29.16,  gamla metið átti Jón Ingi Sigurðsson frá 2012 á tímanum 29.62,  svo setti hann met í 100m baksundi á 1.03.34,  gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson frá árinu 2012 á 1.04.37
Í 50m baksundi varð Kristján í 5 sæti og í 7. sæti i 100m baksundi.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir synti 4 sinnum í úrslitum, og hafnaði í 6. sæti í 100m skriðsundi og í 7 sæti bæði í 50m flugsundi og 50m skriðsundi.

Guðbjarni Sigþórsson synti í B-úrslitum í 100m skriðsundi og varð í 15. sæti, en það var fjórði besti tíminn hjá Íslendingum  á mótinu í þessari grein.

Íris Arna Ingvarsdóttir náði sínu fyrsta lágmarki fyrir Íslandsmeistramótið í 200m baksundi, flottur árangur.

Vikingur Geirdal, Arna Karen Gisladóttir, Viktoria Emilia Orlita, Polina Shyian og Ingibjörg Svava Mágnusardóttir tóku líka þátt á mótinu og stóðu sig mjög vel.