Stór hópur sundmanna, 32 sundmenn frá ÍA á Gullmóti KR um helgina.

Það var mikil eftirvænting að komast loks aftur á Gullmót KR.

Sundfélagið var með krakka frá 8 ára aldri á mótinu og voru þau flest að stíga sín fyrstu skref á alvöru sundmóti. Það er mikill munur að æfa í 12,5 m laug og fara svo í 50m laug, svo ekki sé talað um umhverfið frá Bjarnalaug og í Laugardalslaugina. Það má með sanni segja að þau stóðu sig öll frábærlega, syntu með bæði flotta tækni og hratt sund. Krakkarnir fengu svo að upplifa sitt fyrsta gistimót sem er alltaf mjög gaman.

Mótið gekk mjög vel hjá okkar eldri sundmönnum, sett var mótsmet , Akranesmet og unnið til fjölda verðlauna.

Kristján Magnússon varð í 3. sæti í opnum flokki í 50m skriðsundi á tímanum 24.91 sem er nýtt mótsmet í unglingaflokki. Enrique Snær Llorens bætti Akranesmetið í 50m baksundi á 28.64, gamla metið átti Kristján frá RIG í ár á tímanum 29.16.

Eitt skemmtilegasta við Gullmót KR er super-challenge í 50m flugsundi, en á því er mikil stemning, sundið er synt að kvöldi til með tilheyrandi ljósadýrð og stemningu.Við vorum með 7 sundmenn í ár á Super- challenge og þess má geta að 3 af 8 sundmönnum í unglingaflokki voru frá ÍA.

Einar Margeir vann í unglingaflokki á nýju Akranesmeti 25.97 í unglingaflokki, gamla metið átti hann sjálfur frá RIG í ár.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð í 3. sæti í fullorðinsflokki með frábæra bætingu á tímanum 29.21.
Hún varð líka í 2. sæti í 50m skriðsundi um helgina.

Kajus Jatatus var í 2 sæti í flokki 13. ára og yngri og bætti sig um 3 sekúndur. Kajus átti mjög góða helgi, frábærar bætingar og synti til fjölmargra verlauna. K
ristján Magnússon og Guðbjarni Sigþórsson bættu sig líka í 50m flugsundi og urðu í 4. og 6 sæti í Super-challenge.

Enrique Snær Llorens varð í 6. sæti í fullorðinsflokki og bætti tímann sinn.
Viktoria Emilia Orlita bætti sig líka og varð í 8 sæti. Hún vann lika til brons verlauna í 200m bringsundi.