ÍM lágmörk og 5 Akranesmet á Ásvallamóti í Hafnarfirði.

12 sundmenn tóku þátt í einu af sterkustu mótum á Íslandi um helgina. 240 keppendur frá 15 félögum tóku þátt.
Okkar sundfólk stóð sig mjög vel og var árangurinn góður.

Sunna Dís Skarphéðinsdóttir náði sínu fyrsta lágmarki inn á Íslandsmeistramótið. Mjög gleðilegt að það bætist í hópinn okkar á Íslandsmeistaramótið.

1 gull, 8 silfur og 4 brons var niðurstaðan hjá okkar sundfólki.

Akranesmet var sett í 4x50m fjórsundi, blandaðri sveit en hana skipuðu þau Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Inigbjörg Svava Magnusardóttir. þau syntu á tímanum 1.57.57 en gamla metið var 1.58.75 og það áttu þau Una Lára Lárusdóttir, Sævar Berg Sigurðsson, Ágúst Júlíusson og Brynhildur Traustadóttir

Enrique Snær setti Akranesmet í 200m skriðsundi á tímanum 2.00.35, gamla metið átti Sindri Andreas Bjarnason á 2.00.97 frá 2021.

Einar Margeir bætti Akranesmetið sitt í 50m bringusundi og komst núna undir 29 sek. Hann synti á 28.99 en gamla metið setti hann í Glasgow í fyrra á tímanum 29.10. Hann bætti líka Unglingametið í 50m skriðsundi á 24.35, gamla metið átti Kristján frá því á IM í fyrra á 24.71.

Kristján bætti svo Unglingametið í 100m skriðsundi á 55.11, gamla metið átti Einar Margeir á 55.26 frá því í fyrra.