Vel heppnað Bárumót

I gær, fimmtudaginn 16. mars fór fram árlegt innanfélagsmót Sundfélags Akraness, Bárumótið, í Bjarnalaug.

Á mótinu taka krakkar á aldrinum 7-12 ára þátt.
Mótið gekk mjög vel og sjá mátti miklar framfarir hjá þessum efnilegu sundmönnum en 30 keppendur stungu sér í laugina.

Allir keppendur fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna og stigahæsta stelpan og strákurinn fengu farandbikara sem gefnir eru til minningar um Báru Daníelsdóttur.

Bárumeistarar 2023 eru þau Kristófer Guðjónsson og Karen Anna Orlita
Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilegu sundkrökkum í framtíðinni.