Þrír unglingameistartitlar 15 verðlaun og 10 Akranesmet á íslandsmeistramóti sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.

Þrír unglingameistartitlar 15 verðlaun og 10 Akranesmet á íslandsmeistramóti sem fram fór í Laugardalslaug um helgina.

179 sundmenn frá 18 félögum tóku þátt á Íslands og unglingameistrarmóti í 50m laug um helgina, unglingameistarimótið fór fram fyrir hádegi og Íslandsmeistramótið seinnipart.

9 sundmenn frá IA tóku ;  Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Íris Arna Ingvarsdottir, Sunna Dís Skarpheiðinsdóttir, Viktoria Emilia Orlita. Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjarni Sigþórsson

Frábær frammistaða hjá okkar fólki, glæsilegar bætingar og sundfólkið okkar var mjög áberandi á mótinu. Í 50m skriðsundi áttum við 3 efstu sætin í unglingaflokki.
Í opnum flokki var ÍA fjórða liðið með flest verðlaun.

Einar Margeir landaði tveim unglingameistaratitlum : 50m og 100m bringusund, og varð í 2. sæti í 50m skriðsundi og 50m flugsundi.
Í fullorðinsflokki vann hann brons í 50m bringusundI.
Í  50m bringusundi setti hann um morgunnin íslandsmet í unglingaflokki á 28.66, gamla metið var 28.85 og það átti Snorri Dagur úr SH, um kvöldinn tók svo Snorri Dagur metið aftur á tímanum 28.53.
Frábært að fylgjast með þessum sundmönnum keppa og bæta sig.

Kristján varð unglingameistari í 50m skriðsundi á 24.23, sem var undir landsliðslágmarki.
Hann var svo í 3. Sæti í 100m skriðsundi og 50m baksundi í unglingaflokki
Í fullorðinsflokki vann hann silfur í 50m skriðsundi.

Enrique Snær vann silfur í 200m fjórsundi og brons í 400m fjórsundi. Enrique setti einnig 2 akranesmet,  200m fjórsund og 200m skriðsundi.

Guðbjarni var í 3. sæti í 50m skriðsundi bæði í unglinga og fullorðins flokki.

Guðbjörg Bjartey synti sig inn í landsliðshóp í 50m skriðsundi á tímanum 27.03 og 100m skriðsundi á 59.28.  Gaman að geta þess að það er aðeins Kolbrún Ýr sem hefur synt hraðar af sundstelpum af skaganum.

Okkar sundfólk átti góða helgi í boðsundi sem sýnir að við erum með marga góða sundmenn.

Strákarnir unnu silfur í 4x200m skriðsundi, brons í 4x100m fjórsundi og  4 sæti í 4x100m fjórsundi.  Í öllum 3 boðsundunum voru sett Akranesmet.
Sveitirnar skipuðu þeir Guðbjarni, Einar Margeir, Kristján og Enrique.

Stelpurnar Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava, Sunna Dís og Viktoria Emilia urðu í 6. sæti í 4x100m skriðsundi og 8. sæti í 4x100m fjórsund.

Ingibjörg Svava synti mjög vel í 200m baksundi og bætti sig um rúmar 4. sekundur.

Viktoria Emilia átti frábæra helgi sem okkar yngsti sundmaður sem synti fyrir IA. Hún synti í fyrsta skipti undir 30.00 sek í 50m skriðsundi þegar hún synti á 29.97 .

Iris Arna og Sunna Dís tóku þátt á sínu fyrsta ÍM og settu persónuleg met í öllum sínum þrem sundum.

Akranesmet um helgina:

Fullorðinsflokkur

Enrique Snær 200m fjórsund á 2.10.60  Eldra metið átti hann sjálfur á tímanum  2.11.13  frá 2022
Enrique Snær  200m skriðsund á 1.58.32    Eldra metið átti hann sjálfur á tímanum  2.00.35  frá mars í ár
Einar Margeir 50m bringusund 28.66. Eldra metið átti hann sjálfur á tímanum  28.99 frá mars í ár.

4x200m skriðsund á tímanum  8.04.54   Einar Margeir, Guðbjarni, Enrique Snær, Kristján
Gamla metið var 8.19.87 en það áttu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Einar Margeir og Kristján frá 2021

4x100m skriðsund á 3.37.01  Einar Margeir, Guðbjarni, Enrique Snær, Kristján
Gamla metið var 3.44.98 frá 2022 og það áttu þeir  Einar Margeir, Sindri Andreas, Guðbjarni og Krístján

4x100m fjórsund á tímanum 4.02.09   Kristján, Einar Margeir, Enrique Snær, Guðbjarni.
Gamla metið var 4.11.95 frá 20.11 og það áttu þeir  Jón Ingi, Ágúst, Birgir Viktor, Guðmundur


Unglingaflokkur;
Guðbjarni 200m skriðsund 2.01.42, gamla metið átti Enrique Snær á 2.01.79 frá 2020.

Kristján 50m skriðsund 24.2, gamla metið átti Einar Margeir frá fyrr í ár

Kristján 100m skriðsundi, 53.99, gamla metið átti Einar Margeir á 55.26 frá í fyrra.

Kristján 100m baksund 1.02.95, gamla metið átti Birgir Viktor frá 2012.