Einar Margeir keppti með landslið Íslands á Mare Norstrum
Einar Margeir keppti með landslið Íslands á Mare Norstrum mótaröðinn sem fram fór í Barcelona dagana 17-18. maí og stóð sig mjög vel.
Ísland sendi 7 fulltrúa á mótið sem er eitt af sterkustu mótum sem haldið er í Evrópu. Á mótinu voru sundmenn frá 46 löndum og öllum heimsálfum.
Einar Margeir keppti í 50m og 100m bringusundi. Í 50m bringusundI varð hann í 19. sæti á tímanum 28,88 sem er alveg við hans besta tíma og svo í 100m bringusundi varð hann nr. 27 á 1.03.97 sem er þriðji besti tími Einars.
Þess má geta að fyrir mótið var Einar skráður með 38. besta tímann í 50m bringusundi og 46. besta tímann í 100m bringusundi.
Þetta var frábær reynsla fyrir hann að fá að keppa með bestu sundmönnum heims og góður undirbúningur fyrir Evrópameistramót Unglinga sem fer fram í Júlí.