Sumarmót Íslands

Sumarmót SSÍ fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina, þar sem besta sundfólk Íslands mætti til keppni.
Mótið eru fyrir stelpur 15 ára og eldri og stráka 16 ára og eldri.

Sundfélag Akraness var með 8 keppendur sem öll syntu vel.
3 Akranesmet féllu um helgina, 3 gullverðlaun, 5 silfur og 1 brons  

Einar Margeir varð stigahæsti sundmaðurinn á mótinu, Enrique Snær í fjórða sæti í fullorðinsflokki og Guðbjörg Bjartey þriðja í fullorðinsflokki kvenna.

Gullverðlaun:
Einar Margeir 50m bringusund
Enrique Snær í 200m og 400m fjórsund

Silfurverðlaun:
Einar Margeir  50m flugsund, 100m bringusund og 200m skriðsund
Enrique Snær    200m flugsund
Guðbjörg Bjartey  50m skriðsund

Brons
Kristján 50m skriðsund
Guðbjörg Bjartey 100m skriðsund

Akranesmet:
Einar Margeir bætti Akranesmetið í 200m skriðsundi í unglingaflokki, þegar hann synti á tímanum 1.59.67 og er þar með annar frá Akranesi undir 2 mínútum í greininni í 50m laug.  Gamla metið átti Guðbjarni 2.01.64 frá apríl á þessu ári.

í 4×100m skriðsund, blandað boðsund bætti svo Einar Margeir, Enrique Snær, Guðbjörg og Ingibjörg metið í  fullorðinsflokki þegar þau syntu á 3.54.61, gamla metið áttu Einar Margeir, Guðbjarni, Ingibjörg og Guðbjörg frá því í fyrra og var 3.58.66.

Sama boðsundslið bætti líka metið í 4×100 fjórsund á 4.23.03, gamla metið áttu þau Una Lára, Sævar Berg, Ágúst og Sólrún á tímanum 4.29.80 frá 2014.

Í lok móts voru svo 8×50 mix boðsund þar sem liðin voru dregin út á meðal allra keppenda, í liðinu sem vann keppnina voru tveir frá Sundfélag Akraness, Enrique Snær og Guðbjarni.


Eftirfarandi sundmenn tóku þátt á Sumarmótið fyrir hönd Sundfélag Akraness :
Enrique Snær Llorens, Einar Margeir Ágústson, Kristján Magnússon, Guðbjarni Sigþórsson, Víkingur Geirdal, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Sunna Dís Skarpheiðinsdóttir.

Myndir: Sundsamband Íslands