Einar Margeir á World cup
Einar Margeir átti mjög gott sund í 50m bringusundi þar sem hann bætti Akranesmetið.
Hann synti á 28.62 og hafnaði í 19. sæti. Mjög góður árangur hjá Einari en á mótinu keppa margir af sterkustu sundmönnum heims og keppti Einar m.a. á móti Adam Peaty sem er heimsmetshafi í 50 og 100m bringusundi og Qin Haiyang sem er mets hafi í 200m bringusundi.
Qin setti mótsmet í 50, 100 og 200m bringusundi um helgina.
I 100m bringusundi og 50m flugsundi synti Einar við sína bestu tíma.
Mjög flottur árangur og reynsla hjá Einari.
Mótið fór að þessu sinni fram í 50m laug en það er ávallt gert þegar Ólympíuár er framundan