11 sundmenn frá Akranesi keppa á IM 25 um helgina

Íslands- og Unglingameistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug, Hafnarfirði nú um helgina.

Undanrásir hefjast kl 9:30 alla morgna og úrslitin hefjast kl 17:00.

Sundfélag Akraness er með 11 keppendur á mótinu og við hlökkum mikið til.
Alls eru 183 keppendur skráðir á mótið.

Nánari upplýsingar, streymi og úrslit má finna á vef sundsambandsins:https://www.sundsamband.is/default.aspx…&