40 krakkar á Landsbankamót í Bjarnalaug

Fimmtudaginn 16. nóvember var haldið Landsbankamót í Bjarnalaug fyrir börn 11 ára og yngri.

Um 40 krakkar 7 til 11 ára tóku þátt í mótinu og syntu annaðhvort 25 eða 50 metra skrið, bak og bringusund.

Sundkrakkarnir fengu þátttökuverðlaun og glaðning frá Innes.

Margir efnilegir sundmenn sýndu að þeir hafa náð miklum framförum í vetur og þeir höfðu gaman af því að sýna foreldrum og öðrum áhorfendum árangur sinn.

Það var ekki síður gaman að fá heimsókn frá eldri sundmönnum en þau Einar Margeir, Guðbjarni, Sunna og Guðbjörg Bjartey stungu sér í laugina og sýndu nokkra spretti og tækni við sundið.