Góður árangur á Norðurlandamestramótinu hjá Bjartey og Sunnu sem fram fór í Tartu í Eistlandi.
Góður árangur á Norðurlandamestramótinu hjá Guðbjörgu Bjartey Guðmundsdóttur og Sunnu Arnfinnsdóttur sem fram fór í Tartu í Eistlandi.
Bjartey synti sig inn í úrslit í 100m skriðsundi þar hún hafnaði í fjórða sæti, aðeins 0,13 frá verlaunapalli eftir mjög jafna keppni um fyrstu fjögur sætin.
Bjartey vann svo til bronsverðlauna þegar hún synti í 4x100m skriðsundboðsundi.
Sunna synti sig tvisvar inn í úrslit. Hún varð í sjötta sæti bæði í 400m fjórsundi og 200m flugsundi eftir mjög góð sund.
Frábær árangur hjá okkar stelpum og erum við mjög stolt af þeim.
Öll sund:
Bjartey:
100m skriðsund 57.25 (4. sæti)
50m skriðsund 26.28
50m flugsund 28.66
Sunna:
400m fjórsund 5.00.52 (6. sæti)
200m flugsund 2.26.88 (6. sæti)
200m baksund 2.23.70