Frábær árangur hjá Einari Margeiri Ágústsyni á Evrópumeistramóti í Rúmeníu
Einar Margeir átti mjög góða helgi á Evrópumeistramóti fullorðna í 25m laug nú um helgina ásamt fimm öðrum sundmönnum frá Íslandi.
Í 200m bringusundi gerði hann sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet á 2.12.15, sem er bæting á Unglingameti um 2,1 sekúndu. Mjög gott sund sem gaf honum 21 sæti.
Í 50m bringusundi var hann nr. 22 á tímanum 27.32, aðeins 0,14 frá sæti í undanúrslit. Í 100m bringusundi synti hann á 59.78 sem gaf 24. sæti.
Við erum rosalega stolt yfir að hafa sundmann í þessum styrktarflokk hjá okkur í sundfélagi Akraness.
Hann sýndi sterka og flotta framkomu á sínu fyrsta stórmóti í fullorðinsflokki.
Þess má geta að Einar Margeir er fyrsti strákurinn úr röðum ÍA sem tekur þátt á Evropameistramóti fullorðinna síðan Ingi Þór Jónsson tók þátt árið 1981.