Bikar 2023

Bikarkeppni um helgina þar sem stelpurnar unnu fyrsta sæti í 2.deild og strákarnir höfnuðu í fjórða sæti í 1. deild ásamt því að fjögur Akranesmet voru slegin.

Frábær bikarkeppni hjá okkur um helgina þar sem stelpurnar unnu 2. deild og hafa tryggt sér sæti aftur í 1. deild.

Strákarnir höfnuðu  í fjórða sæti með marga flotta unga sundmenn í liðinu.

Mikið af flottum bætingum  og sterkum sundum hjá krökkunum á síðasti sundmóti 2023.

Fjögur Akranesmet voru sett og 37 persónuleg met.

Stelpu liðið skipuðu þær : Brynhildur Traustadóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnusdóttir, Sunna Arnfinnsdóttir, Polina Shyian Sunna Dís Skarphéðinsdóttir,  Aldís Lilja Viðarsdóttir, Viktoria Emilia Orlita, Elín Skarphéðinsdóttir og Karen Anna Orlita.

Í strákaliðinu voru þeir : Sindri Andreas Bjarnason, Alex Benjamin Bjarnason, Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon, Guðbjarni Sigþórsson, Kajus Jatautas, Eymar Ágúst Ágústsson og Maron Karason.

Akranesmet :
4x100m fjórsund kvenna 4.30.43. Í sveitinni voru þær :  Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Brynhildur Traustadóttir, Sunna Arnfinnsdóttir og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, gamla metið var 4.31.72 frá árinu 2005 sem Aþena Ragna Ragnarsdóttir, Rakel Gunnlaugsdóttir, Daisy Heimisdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir áttu.

4x100m skriðsundi karla 3.28.53 liðið skipuðu :  Einar Margeir Ágústsson, Guðbjarni Sigþórsson, Sindri Andreas Bjarnason og Kristján Magnússon, sama sveit átti gamla metið frá því í nóvember á tímanum 3.30.11

Einar Margeir Ágústsson
200m fjórsund 2.04.40, gamla metið átti Enrique Snær Llorens á 2.05.69 frá því í fyrra.
100m skriðsund  50.46  gamla metið átti hann sjálfur frá því í nóvember á 51.28