Einar Margeir Ágústsson kjörinn Íþróttamaður Akraness 2023

Einar Margeir átti mjög gott sundár þar sem Íslandsmeistramótið og Evrópumeistaramótið stóðu uppúr sem besti árangur og góðar minningar.

Sundfèlagið er mjög stolt af þessum flotta sundmanni okkar og óskum við honum innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Einar hlýtur þessa nafnbót. Hann er 22. sundmaðurinn úr röðum ÍA sem kjörinn er Íþróttamaður ársins.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona, varð önnur en hún hafði sigrað í þessu kjöri undanfarin þrjú ár.
Anita Hauksdóttir frá Vélhjólafélagi Akraness varð þriðja í kjörinu.

Viðtal við Einar Margeir í lok útsendingar: