Lágmark fyrir Evrópumeistaramót , þrjú Akranesmet slegin, tvö gull og eitt silfur á Reykjavik International.
Lágmark fyrir Evrópumeistaramót , þrjú Akranesmet slegin, tvö gull og eitt silfur á Reykjavik International.
Gott gengi var hjá okkar sundfólki á Reykjavik International um helgina, mótið var mjög sterkt með yfir 300 sundmenn frá 12 löndum.
Við vorum með 8 keppendur þetta árið og niðurstaðan var mjög góð með flottar bætingar og mörg úrslitasund.
Einar Margeir Ágústsson náði lágmarki fyrir Evrópameistramót í 50m laug sem fer fram í Serbiu í sumar, alltaf gott að ná lágmarkinu snemma á árinu.
Hann sigraði 50m bringsudund á tímanum 28.52, í undanúrslitum synti hann á 28.31 sem var nýtt Akranesmet og þriðja besta afrekið á mótinu.
Ólympiufararnir Anton Sveinn Mckee og Snæfriður Sól voru stigahæst.
Einar sló þrjú Akranesmet um helgina:
50m bringusund 28.31, gamla metið átti hann sjálfur á 28.62 frá því í fyrra.
50m skriðsund 23.72, gamla metið átti Ágúst Júlíusson á 24.20 frá 2015.
100m skriðsund 53.28, gamla metið átti Ágúst Júlíusson á 53.98 frá 2018
Kajus Jatautas vann til gullverlauna í 100m baksundi og silfur í 50m baksundi í 15 ára og yngri flokki. Hann synti í B-úrslit í opnum flokki í báðum sundum í fyrsta sinn,. sem er frábær árangur og góð reynsla fyrir Kajus. Hann bætti sig fra undanúrslitum og í úrslit í báðum sundum.
Sunna Arnfinsdóttir synti lika mjög flott sund um helgina og varð í fimmta sæti í 200m fjórsundi og fjórða sæti í 200m baksundi.
Karen Anna Orlita náði sínu fyrsta lágmarki fyrir Íslandsmeistramótið í 100m skriðsundi, flottur árangur.
Guðbjarni Sigþórsson, Karen Karadóttir, Viktoria Emilia Orlita og Ingibjörg Svava Mágnusardóttir tóku líka þátt á mótinu og stóðu sig mjög vel.