Frábær árangur hjá Brynhildur á NCCA
Frábær árangur hjá Brynhildi Traustadóttur á einu af stærstu mótum í Bandaríkjunum, NCAA Championship Division 2.
Brynhildur setti tvö skólamet og annað metið hefur ekki verið slegið síðan árið 1996.
Í skriðsundi, 1650 yardar bætti hún 28 ára gamalt skólamet um heilar 7 sekúndur og hafnaði í 6. sæti.
Hún synti lokasprettinn í 4×200 skriðsund boðsundi og setti sveitin nýtt skólamet.
Brynhildur bætti sig lika í 500 og 1000 yardar skriðsundi og varð í 9. sæti í báðum greinum.
Stelpuliðið hjá University of Indianapolis sem Bryndhildur er að keppa fyrir gerði sér lítið fyrir og hafnaði í fjórða sæti af 59 skólum.
Rosalega gaman að fylgjast með og við erum afar stolt af þessum frábæra árangri hjá sundkonunni okkar í Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað nám og sund síðustu fjögur árin.