Gott gengi hjá Skagamönnum á IM50 og komu þau heim með Íslandsmeistaratitil, fjögur silfur og 15 brons

Tíu sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi í 50m laug sem fór fram í Reykjavik um helgina. Á mótinu voru 183 keppendur frá 16 félögum.

Einar Margeir Ágústsson landaði Íslandsmeistaratitli  í 50m skriðsundi. Einar vann einnig silfur í 50m bringusundi og 50m flugsundi.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir vann silfur í 50m flugsundi og brons í 100m skriðsundi.

Guðbjarni Sigþórsson náði bronsi í 50m skriðsundi bæði í fullorðins og unglingaflokki.  Í 200m skriðsundi varð hann í þriðja sæti í unglingaflokki.
Í 100m skriðsundi setti hann nýtt Akranesmet í unglingaflokki þegar hann synti á 53,90, gamla metið átti Kristján Magnússon á 53,99 frá því í fyrra.

Sunna Arnfinnsdóttir vann til fjölda verðlauna í bæði fullorðins og unglingaflokki. Hún vann silfur í 200m flugsundi og brons í 100m og 200m baksundi ásamt 400m fjórsundi.
Í unglingaflokki vann hún silfur í 200m fjórsundi og brons í ; 200m flugsundi, 400m fjórsundi, 100m og 200m baksundi

Kajus Jatautas synti sitt fyrsta úrslitasund á Íslandsmeistramóti þegar hann komst í úrslit í 50m og 100m baksundi.

Ingibjörg Svava synti gott sund um helgina og það sérstaklega í 50m baksundi og 50m skriðsundi þar sem hún bætti sig verulega.

Sunna Dís Skarphéðinsdóttir stóð sig vel og bætti sig í tveim af þrem sundum og þriðja sundið synti hún á nákvæmlega sama tíma og hún átti.

Karen Anna Orlita gerði mjög gott á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti og bæti sig í öllum þrem sundunum.

Viktoria Emilia átti góða helgi í skriðsundi með flottum bætingum, sérstaklega í 50m og 100m skriðsundi.

Í boðsundum vann ÍA til tvennra bronsverðlauna hjá strákunum,  4x100m skriðsund og 4x100m fjórsundi. Liðin skipuðu þeir  Kajus Jatautas, Guðbjarni Sigþórsson, Einar Margeir Ágústsson og Kristján Magnússon.

Stelpurnar voru í fjórða sæti í 4×100 skriðsundi og 6. sæti í 4×100 fjórsundi og það voru þær Viktoria Emilia Orlita, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Sunna Arnfinnsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir





Úrslitasund í fullorðinsflokki:


Íslandsmeistarar:
Einar Margeir Ágústsson  50m skriðsund

Silfur:

Einar Margeir Ágústsson 50 m bringusund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 m flugsund
Sunna Arnfinnsdóttir 200m flugsund

Brons:

Einar Margeir Ágústsson 50m flugsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir  100 m skriðsund
Sunna Arnfinnsdóttir 400 fjórsund, 100m og 200m baksund
Guðbjarni Sigþórsson 50m skriðsund

Boðsund 4×100 skriðsund og 4×100 fjórsund hjá strákum
(Kajus Jatautas, Einar Margeir Ágústsson, Kristján Magnússon og Guðbjarni Sigþórsson)

4. sæti
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 m skriðsund
4x100m skriðsund stelpur
(Viktoria Emilia Orlita, Ingibjörg Svava Magnusardóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Sunna Arnfinnsdóttir

5. Sæti:
Guðbjarni Sigþórsson 100m og 200m skriðsund

6. sæti
Kajus Jatautas  50m og 100m baksund
4x100m fjórsund stelpur
(Viktoria Emilia Orlita, Ingibjörg Svava Magnusardóttir, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Sunna Arnfinnsdóttir


Verðlaun í flokki unglinga:

Silfur:


Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Sunna Arnfinnsdóttir  200m fjórsund

Brons:

Guðbjarni Sigþórsson  50m skriðsund, 50m baksund, 200m skriðsund
Sunna Arnfinnsdóttir 200m flugsund, 400m fjórsund, 100m og 200m baksund