Akranesmeistaramótið 2024
Akranesmeistaramótið fór fram á Jaðarsbökkum miðvikudaginn 24. apríl í frábæru veðri eins og venjan er á sundmótum á skaganum.
Mörg frábær sund hjá öllum keppendum. 25 sundmenn, 11 ára og eldri tóku þátt og var mótið mjög vel heppnað.
Eftir mót var verðlaunaafhending og Pizzaveisla í boði Galito og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Akranesmeistar 2024 voru eftirtaldir :
11-13 ára stelpur Karen Anna Orlita
11-13 ára strákar Kristófer Guðjónsson
14-15 ára stelpur Viktoria Emilia Orlita
14-15 ára strákar Kajus Jatautas
16 ára og eldri, stelpur Sunna Arnfinnsdóttir
16 ára strákar Guðbjarni Sigþórsson