Sumarmót SSÍ
Sumarmót SSÍ fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina, þar sem besta sundfólk Íslands mætti til keppni. Mótið eru fyrir 14 ára og eldri.
Sundfélag Akraness var með 5 keppendur sem öll syntu vel.
Eitt gull, fjögur silfur og fjögur brons komu með heim á skagann.
Guðbjörg Bjartey varð önnur stighæsta sundkonan í fullorðinsflokki kvenna.
Gullverðlaun:
Guðbjörg Bjartey 50m skriðsund
Silfurverðlaun:
Sunna 200m baksund og 400m skriðsund
Guðbjarni 50m flugsund og 50m skriðsund
Brons
Kajus 400m skriðsund
Sunna 200m fjórsund
Guðbjörg Bjartey 100m skriðsund og 50m flugsund
Í lok móts voru svo 8×50 blönduð boðsund þar sem liðin voru dregin út á meðal allra keppenda, í liðinu sem vann keppnina var Guðbjarni frá Sundfélag Akraness.
Eftirfarandi sundmenn tóku þátt á Sumarmótinu fyrir hönd Sundfélag Akraness :
Guðbjarni Sigþórsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Sunna Arnfinnsdóttir, Viktoria Emilia Orlita og Kajus Jatautas.
Enrique Snær Llorens þurfti þvi miður að draga sig út úr mótinu vegna veikinda.