Góð frammistaða hjá Einari Margeir á Evrópameistramótinu

Góð frammistaða hjá Einari Margeiri og Íslenska sundfólkinu á Evrópameistramótinu sem fram fór í Serbiu 17.-23. júni. Keppt var í 50m útilaug og var hitinn um 30-36 gráður flesta daga.

Einar Margeir gerði sèr lítið fyrir og bætti sig í öllum þremur sundunum sínum og bætti Akranesmetið í þeim öllum. Þetta var hans annað Evrópameistramót en það fyrsta í 50m laug.

Einar var meðal yngstu keppenda á mótinu og horft til aldurs voru fáir sem voru með betri árangur enn hann.
Í 100m bringusundi synti hann á 1.02.39, en gamli tíminn hans var 1.03.45 frá 2022 á EMU í Rúmeníu. Einar vann sinn riðil í 100m bringusundi og hafnaði í 31. sæti.
Í 50m bringusundi náði hann 24. sæti á tímanum 28.19. Tíminn sem hann átti var 28.33 frá því í janúar en það munaði aðeins 0,3 sek frá því að komast áfram í undanúrslit í þessari grein.

I 50m skriðsundi stórbætti Einar sig og synti á 23.09 en hann átti 23.77 frá því í apríl. Með þessum tíma náði hann því að vera þriðji hraðasti sundmaðurinn á Íslandi
frá upphafi.

Einar Margeir var mjög sáttur með mótið og ánægður með sín sund. Hann sagði að það, að æfa í útilaug dags daglega væri ekki neitt sem gefur honum forskot þar sem það getur verið mjög erfitt yfir veturinn að æfa í allskonar veðri og gæði æfingarinnar verður ekki alltaf góð . Hann sagði að hann myndi helst vilja sjá að hann fengi tækifæri til að æfa í 50m innilaug á Akranesi.