Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi

Helgina 28.-30. júní fór fram Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi og var það haldið að þessu sinni í Reykjanesbæ. Keppendur eru 15 ára og yngri.

Um 227 keppendur voru á mótinu, frá 11 félögum um allt land. Til að öðlast keppendarétt á mótinu þurfti sundfólkið að synda undir ákveðnum lágmarkatímum.

Sundfélag Akraness mætti til leiks með 7 keppendur og endaði í 6. sæti í stigakeppninni. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel, bætti sig mikið og mörgum markmiðum var náð.

Eitt Akranesmet í 15 ára og yngri var sett um helgina í 4×50 blönduðu skriðboðsundi. Sveitina skipuðu þau Kajus, Viktoria, Eymar og Karen Anna og þau syntu á tímanum 1.56.08, gamla metið var 1.59.58 og það áttu Anna Eze, Patrekur Björgvinsson, Sindri Andreas Bjarnason og Julia Björk Gunnarsdóttir frá árinu 2013.

Skagafólkið kom heim með fjögur silfur og 1 brons, Kajus vann silfur í 200m baksundi í flokki 14-15 ára og er hann á yngra árinu. Kristófer kom heim með tvö silfur og eitt brons í flokki 11 ára og yngri.

Frábær helgi að baki í Vatnveröld með góðri stemningu og umgjörð. Þökkum ÍRB fyrir gott mót og öllum foreldrum fyrir helgina.

Keppendur S.A á mótinu voru þau : Viktoria Emilia Orlita, Elin Sara Skarphèðinsdóttir, Kajus Jatautas, Eymar Ágúst Eymarsson, Mangirdas Moliusis , Karen Anna Orlita og Kristófer Guðjónsson