Um síðastliðna helgi fóru Akranesleikarnir í sundi fram í Jaðarsbakkalaug. Leikarnir gengu afar vel og má segja að mikil gleði hafið ríkt í herbúðum Sundfélags Akraness að geta haldið sundmót á ný án samkomutakmarkana. Veðrir var okkur hliðhollt um helgina og þá sérstaklega á laugardaginn þegar sólin lét sjá sig.
Þátttakendur mótsins voru 307 sundmenn frá 12 félögum héðan og þaðan af landinu. 150 krakkar gistu í Grundaskóla og þar borðuðu einnig sundmenn, þjálfarar og starfsmenn mótsins.
Sunddeild Breiðabliks var stigahæsta félagið á mótinu en Sundfélagið Óðinn vann brosbikarinn.
Margir sundmenn voru að keppa á sínu fyrst alvöru móti og voru því margir persónulegir sigrar unnir. Einnig voru mörg persónuleg met sett um helgina.
Til að allt gangi upp á móti sem þessu þurfa margir að leggjast á eitt og við höfum svo sannarlega séð hversu öflugt fólk stendur að Sundfélagi Akraness. Foreldrar, sundmenn og venslamenn skiptust á að standa vaktina alla helgina, hvort sem það var dómgæsla, riðlastjórn, kaffisala, skólagæsla, uppvask eða annað.
Að mörgu þarf að hyggja í undirbúningi fyrir mótið. Fjölmörg verkefni þarf að leysa svo allt gangi upp og tóku eldri sundkrakkarnir virkan þátt í undirbúningnum á fimmtudagskvöld og settu upp allan búnað ásamt foreldrum og velunnurum sundfélagsins.
Dómarateymi hvers mótslhluta telum 18 manns. Við erum heppin með að á Akranesleikum ríkir ávallt gíður andi og fáum við sunddómara alls staðar að til að koma og vera með okkar foreldrum og aðstandendum. Fyrrum sundiðkendur og foreldrar þeirra eru einnig boðnir og búnir að sinna mikilvægum störfum og telja ekki eftir sér að koma og dæma eða annarst tímavörslu.
Starfsfólk Jaðarsbakkalaugar hefur ávallt staðið við bakið á félaginu og er okkur afar hjálplegt í einu og öllu. Það er ekki síst þeim að þakka að mótshelgin gekk jafn vel og raun ber vitni og berum við þeim miklar þakkir fyrir.
Að endingu viljum við lýsa yfir stolti okkar á sundkrökkunum okkar sem kepptu um helgina eða störfuðu við mótið. Þeir stóðu sig frábærlega og voru sér og Sundfélagi Akraness til mikils sóma.
Næstu Akranesleikar verða 2.- 4. Júní 2023.
Þökk fyrir helgina,
stjórn og þjálfarar SA