Næsta námskeið hefst: 2. september (12 skipti)
Nánari upplýsingar: sund@ia.is
Krossfiskar stig 1 Miðvikudagar 17.50-18.30* (Heiður) Fullt
Krossfiskar stig 1 Mánudagar 17.00-17.40* (Jill)
Krossfiskar stig 2 þriðjudagar 17.00-17.40* (Elin Björk) Fullt
Krossfiskar stig 2 þriðjudagar 17.40-18.20* (Elin Björk)
Krossfiskar stig 3 Mánudagar 17.45-18.25* (Jill)
þjálfarar: Jill Syrstad, Heiður Haraldsdóttir, Elin Björk Daviðsdóttir
*Tímasetningar geta breyst eftir fjölda skráningar.
*Ef við náum fjöldanum sem þarf, verður bætt við hópum þannig að mikilvægt er að skrá á biðlista ef hópar eru fullir.
Hvert námskeið Krossfiska er 12 skipti og er hver tími 45 mínútur að lengd. Helsta markmið sundskólans er að börnin upplifi vatnið sem jákvætt og skemmtilegt. Foreldrar fara ekki ofaní með börnunum
Krossfíska eru skipti í stig:
Stig1 er fyrir börn sem eru ekki enn orðin alveg örugg í vatni, eiga erfitt með að setja andlitið í kaf, og finnst erfitt að fara ein út í laugina með ugga og plötu.
Stig2 er fyrir börn sem eru farin að geta farið i kaf, fljóta á bakinu og geta synt 2 ferðir með skriðsunds fætur með ugga og plötu.
Stig 3 er fyrir börn sem eru orðin mjög örugg i vatninu, geta kafað niður á botn eftir hlut, fljóta á bakinu og maganum og get synt smá sjálf án ugga og aðstoðar. Búin að ljúka Krossfiskar 2 eða sambærilegt námskeið.
Áherslur í sundinu
Við leggjum mikla áherslu á að börnin verði sem mest sjálfbjarga í sundlauginni. Viljum við biðja ykkur foreldra að aðstoða okkur við þetta, gefið ykkur góðan tíma í búningsklefunum og hjálpið börnunum að hjálpa sér sjálf. Við mælum með að börnin klæði sig sjálf úr og í, gangi frá handklæðinu, skrúfi sjálf frá og fyrir sturturnar, þvoi sér og klæði sig sjálf í sundfötin.
Aðal áherslan á þessu námskeiði verður lögð á undirstöðuatriði fyrir skriðsund og baksunds fótatök, að börnin nái sem mestri færni í þessum sundaðferðum. Að sjálfsögðu höldum við áfram að fara í okkar góðu sundleiki. Einnig verður lögð áhersla á að börnin verði öruggari í vatninu og efli sjálfstraust og hugrekki við sundiðkun.
Sundbúnaður
Allir verða að vera í góðum sundfötum og strákar ekki í sundstuttbuxum. Gott er að vera með sundgleraugu (því miður er ekki hægt að fá lánuð sundgleraugu í Bjarnalaug) og börn með sítt hár eiga annað hvort að vera með teygju í hárinu eða með sundhettu.
Stundum notum við blöðkur við kennslu þá getur verið gott að hafa með sokka, því númerin á blöðkunum hlaupa á heilum tölum og þá getur hjálpað að vera í sokkum.