Skriðsundnámskeið fyrir fullorðnar

Nýtt namskeið byrjar:  27. apríl 2021

Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum á jaðarsbökkum (Jaðarsbakkalaug)

Byrjendur námskeið 19.30-20.10
Framhalds námskeið 20.10-20.50

þjálfari: Bjarney Guðbjörnsdóttir

Skráning sportabler Verð 14.000

Skriðsund er skemmtilegt og hratt sund sem gaman er að kunna.
Álag á bak og liði er minna en í bringusundi og um leið styrkir sundaðferðin axlir og bak.

Sundfélag Akraness býður reglulega uppá skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Á byrjendanámskeiðum er farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök.  Framhaldsnámskeiðin eru fyrir þá sem eru komnir lengra og vilja auka þol og tækni í skriðsundi.

Áhersla er lögð á:
·     Flot og líkamslegu í vatninu
·     Öndun til hliðar
·     Samræmingu handa- og fótataka

Kennslustundir eru tíu og er hver tími 45 mín.Nánari upplýsingar í tölvupósti  sund hjá ia.is