Skriðsundnámskeið fyrir fullorðnar

Næsta namskeið hefst: 
Byrjendur : 9. april
Framhald: 7. mai


Kennt á þriðjudögum 19.10-19.50 og fimmtudögum 19.50-20.30 á jaðarsbökkum (Jaðarsbakkalaug)

þjálfari: Guðrún Carstensdóttir

Skráning sportabler Verð 16.000 (8 skipti)
Ef lámarksfjöldi skráninga næst ekki fyrir námskeið fellur námskeiðið niður og þeir sem hafa þá greitt, fá endurgreitt.

Skriðsund er skemmtilegt og hratt sund sem gaman er að kunna.
Álag á bak og liði er minna en í bringusundi og um leið styrkir sundaðferðin axlir og bak.

Sundfélag Akraness býður reglulega uppá skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Á byrjendanámskeiðum er farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök.  Framhaldsnámskeiðin eru fyrir þá sem eru komnir lengra og vilja auka þol og tækni í skriðsundi.

Áhersla er lögð á:
·     Flot og líkamslegu í vatninu
·     Öndun til hliðar
·     Samræmingu handa- og fótataka

Kennslustundir eru átta og er hver tími 40 mín.Nánari upplýsingar í tölvupósti  sund hjá ia.is