Öll börn heilsa
Öll börn heilsa, öll börn heilsa, öll börn heilsa, hæ, hæ, hæ.
Öll börn busla x 3, busl, busl, busl.
Öll börn hoppa x 3, hopp, hopp, hopp.
Öll börn brosa x 3, bros,bros, bros.
Bíbí og Blaka
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Upp á fjall
Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður
alveg niður á tún.
Fiskalagið
Hafið þið heyrt söguna um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
en mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt“.
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
En mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt“.
Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
En mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt“.
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt,
En mamma þeirra sagði: „Vatnið er kalt“.
Litlu andarungarnir
allir synda vel,
allir synda vel.
Höfuð hneigja’ í djúpið
og hreyfa lítil stél.
Höfuð hneigja’ í djúpið
og hreyfa lítil stél.
Litlu andarungarnir
ætla út á haf,
ætla út á haf.
Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.
Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf.
Strætólagið
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
hring, hring, hring,
hring, hring, hring,
hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
út um allan bæinn.
Dyrnar á strætó opnast út og inn…
Gluggarnir í strætó fara upp og niður…
Þurrkurnar í strætó segja hviss…
Peningar í strætó segja klink…
Börnin í strætó segja hí…
Stóra brúin
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn!
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn!
Flugvélar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allan daginn!
Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður,
stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn!
Dansi, dansi dúkkan mín
Dansi, dansi dúkkan mín,
dæmalaust er stúlkan fín,
voða fallegt, hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu ekki að hún sé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.
Öll börn í sundi
Öll börn í sundi fara hring eftir hring x3,
Öll börn í sundi fara hring eftir hring,
út um alla sundlaug.
Öll börn í sundi fara út og að x3,
Öll börn í sundi fara út og að
út um alla sundlaug.
Öll börn í sundi fara niður og upp x3,
Öll börn í sundi fara niður og upp,
út um alla sundlaug.
Hoppa sagði refurinn
Hoppa sagði refurinn
og dansa sagði gæsin
svo hoppum við
og dönsum við
og förum svo í kaf
1, 2, 3…
Gulur, rauður
Gulur, rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
Göngum, göngum
Göngum, göngum,
göngum upp í gilið
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu
svarti krummi
sínum börnum liggur hjá.
Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
og líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Fimm litlir apar
Fimm litlir apar sátu upp’ í tré
þeir voru að stríða krókódíl,
þú nærð ekki mér.
Þá kom hann herra krókódíll
hægt og rólega
og amm……..
Fjórir litlir apar sátu…..
Þrír litlir apar sátu …..
Tveir litlir apar sátu …..
Einn litill api sat …..
Enginn lítill api situr upp í tré
Bátasmiðurinn
Ég negli og saga
og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar
og veltist um sæ
ég fjörugum fiskum
með færinu næ.
Bangsi lúrir
Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn
og stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.
Dvel ég í draumahöll
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.