Ingunnarbikarinn var gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur. Ingunn, sem ávallt var kölluð Inga, fæddist 18 apríl 1973 og lést 6 ágúst 2003, þá 30 ára að aldri. Ingunn var dóttir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Kristínar Magnúsdóttur. Ingunn giftist Brandi Sigurjónssyni og áttu þau tvö börn, Guðlaug Þór og Margréti.
Ingunnar var fyrrum sundmaður Sundfélags Akraness. Hún var þekkt fyrir dugnað, eljusemi og góða kímnigáfu. Ingunn vann til margra verðlauna á sínum ferli og var á þeim tíma hluti af einu sterkasta sundliði sem komið hefur frá Akranesi, það lið varð m.a bikarmeistari, sem er stærsti titill sem sundlið á Íslandi getur unnið.
Ingunn átti um árabil Akranesmet í 50 metra bringusundi 12 ára og yngri og því var ákveðið að bikarinn skyldi veittur þeim sundmanni 12 ára og yngri sem hefur náð bestum árangri í bringusundi á sundárinu. Ingubikarinn var afhendur í fyrsta sinn árið 14 september 2007.
2021 | Viktoria Emilia Orlita |
2020 | Aldís Lilja Viðarsdóttir |
2019 | Íris Arna Ingvarsdóttir |
2018 | Áldis Thea Glad Danielsdóttir |
2017 | Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir |
2016 | Ragnheiður Karen Ólafsdóttir |
2015 | Ngozi Jóhanna Eze |
2014 | Ásgerður Jing Laufeyjardóttir |
2013 | Brynhildur Traustadóttir |
2012 | Brynhildur Traustadóttir |
2011 | Hekla Rán Kjartansdóttir |
2010 | Anna Chukwunonso Eze |
2009 | Sólrún Sigþórsdóttir |
2008 | Drífa Dröfn Siggerðardóttir |
2007 | Kristinn Gauti Gunnarsson |