Sundfélag Akraness í 2. sæti í liðakeppni á Sumarmeistaramóti SSÍ

Um helgina fór fram Sumarmeistaramót SSÍ í Hafnarfirði, sem jafnframt markar lok sundtímabilsins. Sundfélag Akraness átti frábært mót og hafnaði í öðru sæti í stigakeppni 16 ára og eldri – glæsilegt afrek sem félagið er afar stolt af!

Á mótinu var einnig keppt í svokölluðu SKINS-sundi í 50 metra greinum.

Þar keppa átta hröðustu sundmenn úr undanrásum í röð útsláttarumferða – fyrst fara fjórir áfram, svo tveir sem mætast í lokasundi. ÍA átti fjölmarga keppendur sem stóðu sig einstaklega vel í þessu spennandi keppnisfyrirkomulagi:

  • Sunna Arnfinnsdóttir sigraði í 50m baksundi og bætti tímann sinn í hverri umferð.
  • Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð í 2. sæti í bæði 50m flugsundi og 50m skriðsundi.
  • Enrique Snær Llorens varð í 2. sæti í 50m flugsundi.
  • Guðbjarni Sigþórsson náði 3. sæti í 50m skriðsundi.
  • Viktoria Emilia Orlita varð í 5. sæti og Karen Anna Orlita í 7. sæti í 50m skriðsundi.

Enrique Snær átti stórkostlega frammistöðu í 100 metra baksundi, sigraði greinina og setti nýtt Akranesmet á tímanum 1:01.53, sem er bæting um 1,5 sekúndu á eigin meti frá árinu 2022.

Verðlaunahafar frá ÍA á mótinu:

16 ára og eldri
Gull:
🥇 Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir – 100m skriðsund
🥇 Enrique Snær Llorens – 100m baksund, 400m fjórsund
🥇 Sunna Arnfinnsdóttir – 100m baksund, 200m baksund

Silfur:
🥈 Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir – 50m flugsund
🥈 Enrique Snær Llorens – 50m flugsund, 200m fjórsund
🥈 Viktoria Emilia Orlita – 100m skriðsund

Brons:
🥉 Eymar Ágúst Eymarsson – 200m skriðsund
🥉 Birna Rún Jónsdóttir – 400m skriðsund
🥉 Guðbjarni Sigþórsson – 50m skriðsund

15 ára og yngri
Brons:
🥉 Karen Anna Orlita – 50m skriðsund, 100m baksund

Við óskum öllu sundfólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur og erum stolt af frábærri framistöðu á síðasta móti tímabilsins!