Sportabler hjá Sundfélag Akraness
Sundfélag Akraness notar Sportabler og heldur það utan um iðkendaskráningu, greiðslu æfingagjalda og tengsl míli þjálfara, iðkenndur og foreldra Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram á internetinu í gegnum Sportabler
það er lika hægt að hafa samband á sund@ia.is
Hægt er að fá prufa sundið í tvær vikur.
Tómstundaframlag Akraneskaupstaðar
Akraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem hafa lögheimili á Akranesi. Tómstundaframlagið gildir fyrir þau börn sem verða 6 og 18 ára á árinu. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um í íbúagáttinni.
Við skráningu barna í íbúagáttinni í gegnum kerfi sem heitir Sportabler er hægt að ráðstafa framlaginu og skipta því einnig á milli íþróttafélaga, æfi viðkomandi fleiri en eina grein. Árið 2020 er tómstundaframlagið kr. 35.000 fyrir eitt barn, kr. 39.375 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og kr. 44.479 fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili. Upphæð tómstundaframlagsins hverju sinni er ákvörðun bæjarstjórnar.
Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.
ATH: Nýta verður upphæðina fyrir 15. desember