Einar Margeir með tvö gull og tvö silfur á Smáþjóðaleikunum í Andorra

Einar Margeir Ágústsson átti frábæra frammistöðu með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra um helgina.
Hann vann gullverðlaun í 100 metra bringusundi eftir afar harða keppni þar sem aðeins 0,3 sekúndur skildu að fyrsta og fjórða sæti.

Í 200 metra bringusundi hlaut Einar silfurverðlaun og synti á tímanum 2:15,98 sem er nýtt Akranesmet og bæting á hans eigin fyrra meti frá Íslandsmeistaramótinu í apríl.

Hann bætti við öðrum silfurverðlaununum í 50 metra bringusundi þar sem hann var stutt frá sínum besta tíma.

Að auki var Einar í 4×100 metra fjórsundsboðsveit Íslands sem vann gull með miklum yfirburðum. Í sveitinni voru Guðmundur Rafnsson (ÍRB), Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Aalborg) og Einar Margeir. Þetta er sama boðsundssveitin og mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í Singapore síðar í sumar.

Við erum afar stolt af frábærri frammistöðu Einars Margeirs og íslenska sundliðsins á leikunum.