Einar Margeir Ágústsson í 8. sæti á EM
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, með yfir 360 þátttakendum frá öllum hornum Evrópu.
Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100 metra bringusundi á tímanum 1:01,27. Hann endaði í 8. sæti í úrslitasundinu, þar sem hann synti á 1:01,63. Þetta er frábær árangur hjá Einari Margeiri, sem er aðeins 20 ára gamall.
Einar var mjög ánægður með sundið sitt og sagði það einstaka upplifun að keppa í úrslitum á móti sterkustu bringusundsmönnum Evrópu. Þetta er mikilvægt skref í ferli hans sem afreksíþróttamaður.
Í 200 metra bringusundi hafnaði hann í 19. sæti og í 50 metra bringusundi í 16. sæti.
Næsta verkefni hjá Einari Margeiri er Heimsmeistaramótið í Singapore sem fer fram í lok júlí. Lagt verður af stað þann 18. júlí og liðið mun dvelja á átta daga æfingabúðum fyrir mótið.
Allir viðtal við Einar er að finna her:
https://www.sund.live/channel?name=em-u23




