Sundmaður Akraness 2025

Einar Margeir Ágústsson er sundmaður Akraness 2025 og er í kjöri fyrir Iþróttamennskju  Akraness fyrir 2025. 

Einar Margeir er Íslandsmeistari í fullorðinsflokki. Hann setti 10 Akranesmet í fullorðinsflokki á árinu.

Einar er í A-landsliði Íslands og tók þátt í stórum alþjóðlegum mótum.

Hann átti afar glæsilegt og viðburðaríkt keppnisár.

Hann synti snemma árs undir HM-lágmarki og varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér þátttöku á Heimsmeistaramótinu í Singapore þegar hann var með besta afrek hjá körlum á RIG. Á Smáþjóðaleikunum vann hann gull í 100 m bringusundi og í 4×100 m fjórsundsboðsundi þar sem sett var Íslandsmet, auk silfurverðlauna í 50 og 200 m bringusundi.

Hann synti sig inn í úrslit á EM U23 og endaði í 8. sæti í 100 m bringusundi.

Á HM varð hann í 37. sæti og á World Cup mótaröðinni í haust keppti hann við þá bestu í heimi og náði sæti meðal efstu ellefu í öllum bringusundsgreinum.

Í haust hóf Einar svo nám í Bandaríkjunum þar sem hann hefur farið á kostum. Hann hefur sett laugarmet og er þegar kominn með lágmörk inn á NCAA, stærsta háskólamótið.

Sundfélag Akraness er stolt að hafa svona flottan afreksmann á okkar vegum.

Hægt á kjósa um Iþróttamennskju Akraness her:

https://www.akranes.is/is/frettir/category/1/kjor-a-ithrottamanneskju-akraness-2025?fbclid=IwY2xjawO_bdpleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFmTFNiaWhBUmVpdm9xSVQ1c3J0YwZhcHBfaWQQMjIyMDM5MTc4ODIwMDg5MgABHuKETtbyEoUXTX58qz5qLzkBZqOt7ndmSw9Mnwbo6Q-Jen3B42vWScTCY-iN_aem_a_UP8vIvkdhMtqPzY4esGA