Frábær nóvember hjá Sundfélaginu
Íslandsmeistramót – Sundmót – Akranesmet – HM lágmörk
Íslandsmeistramótið fór fram helgina 8-10 nóvember, fullt af góðum bætingum hjá öllum og helsta niðurstaða gull, þrjú silfur og sjö brons yfir helgina.
Einar Margeir varð Íslandmeistari í 200m bringusundi og 100m fjórsundi og náði þar með HM-lagmörkum og mun keppa á HM núna í Desember.
Guðbjarni Sigþórsson varð Unglingameistari í 100m fjórsundi og Sunna Arfinnsdóttir vann til sjö verðlauna.
Það hefur verið mikið að gera hjá yngri hópunum hjá okkur lika, Speedomót í Reykjanesbæ 2. nóvember og Týr-mót Breiðabliks 22-23 nóvember.
Við héldum líka innanfélagsmótið okkkar, Landsbankamótið í Bjarnalaug.
Mikið stuð í lauginni og mjög góð mæting með um 100 manns.Matur og happdrætti í Hátiðarsal á Jaðarsbökkum.
Æfingar hafa verið að falla niður vegna kulda og erfiðra æfingaaðstæðna.
Eldra sundfólkið hefur sótt æfingar í Hafnarfjörð á köldustu dögunum á meðan yngri hafa bara gert þrek en höfum þurft að fella niður æfingar þegar æfingarsalur var ekki laus.
Sunnudagurinn endaði svo á Útvarpi Akraness þar sem fjöldi sjálfboðaliða kom að og erum við mjög þakklát fyrir þeirra framlag og einnig þeim sem styrktu okkur með auglýsingum eða öðru í þessu frábæra verkefni.
Desember verður aðeins rólegri, helsta verkefnið er að Einar Margeir keppir á Heimsmeistramótinu í Budapest 10-15 desember og svo er það Bikarkeppni SSI sem fer fram 20-21 desember í Keflavík.