Einar Margeir kjörinn Íþróttamanneskja Akraness 2024

Einar Margeir Ágústsson kjörinn Íþróttamanneskja Akraness 2024

Einar Margeir átti mjög gott sundár, hann varð m.a þrefaldur Íslandsmeistari í fullorðinsflokki, hann synti á Evrópumeistaramótinu og á Heimsmeistaramótinu.

Þetta er í annað árið í röð sem Einar hlýtur þessa nafnbót.

Í öðru sæti var knattspyrnumaðurinn Viktor Jónsson og fimleikamaðurinn Matthías Bjarmi Ómarsson hafnaði í þriðja sæti í kjörinu.

Sundfèlagið er mjög stolt af þessum flotta sundmanni okkar og óskum við honum innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Viðtal við Einar Margeir í lok útsendingar: