Glæsilegur árangur hjá sundfólki SA á Ísland- og Unglingameistaramótinu í 25m laug
Glæsilegur árangur hjá sundfólki SA á Ísland- og Unglingameistaramótinu í 25m laug.
Sundfólk Sundfélags Akraness átti frábært mót um helgina og kom heim með unglingameistaratitil, tvö silfurverðlaun og eitt bronsverðlaun
Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig 2. sæti í opnum flokki. Þetta var stórkostleg bæting um 9 sekúndur á aðeins þremur vikum. Sunna náði einnig 3. sæti í 100m baksundi á 1:06,26.
Guðbjarni Sigþórsson vann til silfurverðlauna í 100m fjórsundi á 58,34, og bætti við bronsi í 50m flugsundi á 25,86 og hafnaði hann í 3. sæti í 50m skriðsundi á 23,49. Hann varð einnig 5. í 100m skriðsundi á 51,18. Guðbjarni bætti sinn besta árangur í öllum greinum um helgina – glæsilegt afrek!
Viktoria Emilia Orlita sýndi frábæra frammistöðu og bætti sig í öllum sínum greinum. Hún synti sig inn í úrslit í 50m og 100m skriðsundi og 100m fjórsundi, þar sem hún varð 6. í 50m skriðsundi og 100m fjórsundi og 7. í 100m skriðsundi.
Karen Anna Orlita, yngsti keppandi liðsins, bætti sig í 4 af 5 greinum og varð 9. í 50m flugsundi og 50m skriðsundi, aðeins einu sæti frá því að komast í úrslit í opnum flokki.
Sunna Dís Skarphéðinsdóttir synti 50m skriðsund mjög nálægt sínum besta tíma og hafnaði í 13. sæti, en þurfti því miður að draga sig úr keppni vegna veikinda og tók ekki þátt í 100m og 200m skriðsundi.
Í boðssundum sýndi liðið góða liðsheild og baráttuanda:
5. Sæti:
4x100m skriðsund kvenna – Sunna A., Viktoria Emilia, Karen Anna og Sunna D.
4x50m fjórsund kvenna – Sunna A., Viktoria Emilia, Karen Anna og Sunna D.
4x50m fjórsund blönduð sveit – Sunna A., Guðbjarni, Ágúst Júliusson og Viktoria Emilia
6. Sæti
4x50m skriðsund blönduð sveit – Guðbjarni, Eymar Ágúst Eymarsson, Viktoria Emilia og Sunna A. – 6. sæti
Frábær frammistaða hjá öllu liðinu.









