Karen Anna Orlita í Framtíðarhópi Sundsambands Íslands
Um helgina fór fram fyrsta verkefni ársins hjá Framtíðarhópi Sundsambands Íslands. Í Ásvallalaug í Hafnarfirði var æft af krafti, haldnir fræðandi fyrirlestrar og lögð áhersla á hópefli. Slík verkefni eru alltaf afar skemmtileg og lærdómsrík og við erum mjög stolt af að eiga þátttakanda í þessum öfluga hópi.
Fyrirlesarar helgarinnar voru:
Eyleifur Jóhannesson, landsliðsþjálfari
Eva Hannesdóttir, ferill afreksíþróttakonu
Þorgrímur Þrainsson, þrautseigja
Þjálfarar í verkefninu voru:
Bjarney Guðbjörnsdóttir, ÍA
Guðmundur Halldórsson, Breiðablik
Juan Carlos Aguilar Mendoza, Ármann
María Fanney Kristjánsdóttir, Ægir
Mladen Tepavcevic, SH
Ragnheiður Runólfsdóttir, Óðinn
Sveinbjörn Pálmi Karlsson, ÍRB


