September var viðburðaríkur mánuð hjá Sundfélaginu

September var viðburðaríkur mánuð hjá Sundfélaginu:
Fjögur Sundmót – Eitt  Akranesmet – Landsliðsæfingar- þjálfaráðstefna.

12 sundmenn á aldrinum 9-15 ára frá IA tóku þátt á skemmtilegu Sprengimóti Óðins á Akureyri helgina 13-15 september.
Alltaf gaman að koma á Akureyri, gista og hafa gaman saman er stór partur af mótinu.
Þótt tímabilið sé rétt að hefjast voru margar bætingar sem er frábært.
Það er gaman að segja frá því að það voru bara sundfélög sem æfa í útilaug sem mættu norður en þar fer keppnin  fram utandyra, en frábær félagskapur með Óðni og Aftureldingu.

Kajus Jatautas æfði með framtíðarhóp SSI þann 7-8 september en æfingarnar fóru fram í Ásvallarlaug.

Föstudaginn 13. september héldum við lítið sundmót á Akranesi fyrir yngri iðkendur sem æfa í Bjarnalaug og eldri sundmenn sem voru ekki fyrir norðan að keppa.
Frábær stemning á bakkanum og mörg flott sund. Fyrsta Akranesmetið á tímabilinu var sett af Einari Margeiri Ágústssyni í 50m skriðsundi á tímanum 22.71, og er hann nú þriðji hraðasti sundmaðurinn frá upphafi á Ísland í þessari grein.

Föstudaginn 20. september fór fram Garpamót Akraness í fyrsta sinn og eins og á öllum mótum á Jaðarsbökkum var stemningin góð og við hlökkum til að halda þetta mót aftur á næsta ári.  Góður félagsskapur með hressum sundgörpum sem þeir Valdimar Ingi og Gummi Júl verðlaunuðu með Hamborgurum að loknu móti.

Sömu helgi fóru þrír þjálfara frá okkur á þjálfararáðstefna SSI sem haldin var á  Selfossi. Þar var ýmislegt rætt og frábærir fyrirlestrar hjá Mark Faber (landsliðþjálfara Nederlands), Dr Milos Petrovic, Dado Fenrir Jasminuson (SH), Eyleifi Jóhannssyni og Ragnari Guðmundssyni.

Síðast en ekki síst þá fóru 8 eldri sundmenn á Haustmót Ármanns um síðustu helgi, sem var góður undirbúningur fyrir tímabilið og gott að taka stöðuna fyrir áframhaldi æfingar.
Nokkrar bætingar og mörg smáatriði sem hafa verið bætt síðan í vor og lofar góðu fyrir komandi tímabil.

Annars hafa skráningar og þá sérstaklega á námskeið verið framar okkar væntingum en það hefur reynst snúið að koma þessu fyrir í Bjarnalaug. 
Fyrir 5 ára og yngri erum við komin með 13 hópa og 122 börn en við erum enn með marga á biðlista því miður.

Án allra sjálfboðaliðanna, farastjórum og þeim sem aðstoða við mótshald gengi þetta ekki upp og þökkum við þeim öllum fyrir aðstoðina.

Við erum spennt fyrir októbermánuði bæði við æfingar og keppni.