Nóg að gerast hjá okkur í október.
Nóg að gerast hjá okkur í október.
Sundmót – Tvö æfingamót – Hópefli – Æfingahelgi
Okkar elsta sundfólk fór í upphafi mánuðar í styrktarmælingar fem fóru fram í Háskóla Íslands. Mælingarnar komu vel út og sýna að þau eru í góðu líkamlegu formi. Á sama tíma fengum við smá endurgjöf á það sem hægt er að bæta.
Tvær fyrstu helgarnar í október voru æfingamót hjá okkur, fyrsta var í Ásvallalaug fyrir afrekshópinn og mótið fór vel fram, mikið um bætingar og mjög gott að sjá stöðuna á sundfólkinu í keppnisumhverfi. Þökkum Sundfélagi Hafnarfjarðar fyrir boðið.
Helgina á eftir var æfingamót fyrir yngri krakkana í Sundlaug Kópavogs í samstarfi við Breiðablik.
Góð stemning og gaman að sjá krakkana fá að æfa sig í keppnissundi í 25m innilaug.
Fyrir marga var þetta fyrsta „keppni“ út fyrir Akranes, og við hlökkum til að sjá þegar þessi hópur tekur þátt í „venjulegu“ móti.
Helgina 18-19 október fór fram CUBE-mót SH sem er eitt af sterkasta móti á Íslandi og frábær undirbúningur fyrir Islandsmeistramótið sem verður 8.-10. nóvember.
Níu sundmenn frá ÍA tóku þátt og komu heim með 2 gull, 4 silfur, 4 brons og 21 bætingu.
Helgina 26-27 október var æfingahelgi fyrir sundfólkið okkar sem ætlar að keppa á Íslandsmeistramótið. Að þessu sinni fengum við að vera í okkar uppáhaldslaug í Hafnarfirði.
Æfingabuðinar tokust mjög vel og allir komu þreytt enn sattir heim.
Föstudaginn 25. október var mikið fjör í Bjarnalaug, þar sem „Halloween-skemmtun fór fram fyrir yngri hópa sundfélagsins, frábær mæting með frábærum krökkum.
Sundfélagið bauð svo uppá Pizzu fyrir krakkana.
Við fáum margar fyrirspurnir um námskeið fyrir 4-5 ára, en það er biðlisti hjá öllum hópum og nýtt námskeið hefst í Janúar.