Tveir Íslandsmeistaratitlar, einn unglingameistaratitill og lágmark á HM  á Íslandsmeistaramóti um helgina

Tveir Íslandsmeistaratitlar, einn unglingameistaratitill og lágmark á HM  á Íslandsmeistaramóti um helgina


Átta sundmenn frá ÍA tóku þátt á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Á mótinu voru 174 keppendur frá 10 félögum.

Samtals unnu skagamenn þrjú gull, þrjú silfur og 7 brons yfir helgina. Það voru líka sett sex Akranesmet og tvö lágmörk á HM.

Einar Margeir Ágústsson var í fantaformi og varð Íslandsmeistari í 100 m fjórsundi á 54,36 og í 200 m bringusundi á 2.10.52, þessi sund tryggðu Einari þáttökurétt á  Heimsmeistaramótið fullorðna sem fram fer 10-15 desember í Búdapest. 

Einar vann svo  silfur í 50m skriðsundi á 22.53 og í 50m bringusund á 27,17 aðeins 0,17 frá fyrsta sæti.

Í hvert skipti sem Einar stakk sér til sunds setti hann Akranesmet, hann bætti lika Akranesmetið í 100m skriðsundi þegar hann synti á 50.23 í fyrsta sprett í boðsundi.

Guðbjarni Sigþórsson stóð sig vel og varð unglingameistari í 100 m fjórsundi á 58,44 sek.
Hann bætti sig um sekundu frá því í fyrra. Í sama sundi varð hann í 3. sæti í fullorðinsflokki.

Guðbjarni bætti Akranesmetið í 200m skriðsundi og hafnaði í fjórða sæti á timanum 1.53.18 og hann setti lika nýtt Akranesmet í Unglingaflokki í 50m skriðsundi á 23.64
Glæsilegir tímar hjá Guðbjarna




Sunna Arnfinnsdóttir átti góða helgi og vann silfur og sex brons.
þrjú brons í fullorðinsflokki, í 200m flugsundi, 100m baksundi og 200m baksundi.
Og í unglingaflokki vann hún silfur í 200m baksundi, brons í 200m flugssundi og 100m og 200m baksundi.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir  stóð sig vel og synti sig inn í úrslit í 50 m baksundi og varð nr. 8 alveg við sína bestu tíma. Hún var mjög nálægt því að komast í úrslit í 50m flugsundi þegar hún bætti sig um 0,5.

Kajus Jatautas synti sig inn í úrslit í 100m baksundi og bætti sig um 0,5 sekundu. Hann bætti sig líka í 50m, 100m og 400m skriðsundi. Hann átti mörg góð sund um helgina

Sunna Dís átti glæsilegt mót, og bætti sig í öllum sundum, sérstaklega í 100m skriðsundi en þar synti hún mjög vel og bætti sig um 3,96 sekundur þegar hún kom í bakkann á 1.04.07.


Karen Anna okkar yngsti keppandi keppti til úrslita í 1500m skriðsundi, og hafnaði í sjöunda sæti.
Hún bætti sig í þrem öðrum sundum, 50m skriðsundi, 100m skriðsundi og 200m skriðsundi.

Krístjan mætti til leiks til að synda boðsund og stóð sig frábærlega og hjálpaði strákunum til að ná góðum úrslitum í boðsundi.

kagaliðið með Kristjáni, Kajus, Einari Margeiri og Guðbjarna náðu fjórða sæti í
4×50 fjórsundi karla og 4×100 skriðsundi karla með SH 1, SH 2 og IRB í sætum fyrir framan sig.

Í blönduðu boðsundi var okkar lið lika í fjórða sæti.
4×50 fjór boðsund skipaði liðið þau Sunna A., Einar Margeir, Guðbjarni og Sunna Dís
og í 4×50 skrið boðsundi syntu  Guðbjarni, Einar Margeir, Sunna A og Ingibjörg Svava.

Stelpurnar urðu í sjötta sæti  í 4×100 skriðsund og 4×100 fjórsund. Sveitina skipuðu þær Sunna A, Sunna Dís, Karen Anna og Ingibjörg Svava og þær höfnuðu svo í sjöunda sæti í 4x50m fjór boðsundi

Úrslitasund í fullorðinsflokki:

Íslandsmeistarar:
Einar Margeir Ágústsson 100 m fjórsund og 200m bringusund

Silfur:

Einar Margeir Ágústsson 50m skriðsund og 50m bringusund

Brons:
Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Sunna Arnfinnsdóttir  200m flugsund, 100m baksund og 200m baksund

4. sæti
Guðbjarni Sigþórsson 50m skriðsundi og 200m skriðsundi
Sunna Arnfinnsdóttir 400m fjórsundi
5. sæti
Guðbjarni Sigþórsson 100 m skriðsund
6. sæti
Kajus Jatautas 100 m baksundi
7. Sæti
Karen Anna Orlita 1500m skriðsundi
8. sæti:
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir 50 m baksund

Verðlaun í flokki unglinga:

Unglingameistarar:
Guðbjarni Sigþórsson 100 m fjórsund
Silfur:
Sunna Arnfinnsdóttir 200 m baksund
Brons:
Sunna Arnfinnsdóttir 400 m fjórsundi, 200m flugsund, 100m baksund

Akranesmet fullorðinna
Einar Margeir Ágústsson
100 m fjórsund 54,36 sek.  Gamla metið átti hann sjálfur 55,75 sek. frá því í október í ár.

50m bringusund  27.17 gamla metið átti hann sjálfur 27,24 frá því í fyrra
50m skriðsundi 22,53 gamla metið átti hann sjálfur á 22,71 frá september í ár
200 m bringusund 2.10,52 mín. Gamla metið átti hann sjálfur 2.12,15 mín. frá því í fyrra.
100 m skriðsund 50,23 sek. Gamla metið átti hann sjálfur 50,46 sek. frá því í fyrra

Guðbjarni Sigþórsson:
200 m skriðsund 1.53,18 mín. Gamla metið átti hann sjálfur frá því í fyrra á 1.53.77

Akranesmet unglinga:
Guðbjarni Sigþórsson 50 m skriðsund 23,64 sek. Gamla metið átti Einar Margeir á 23.77