Landsbankamót Sundfélags Akraness
Í gær, fimmtudag fór fram Landsbankamót Sundfélags Akraness í Bjarnalaug.
Þátttakendur stóðu sig með stakri prýði en alls tóku 45 krakkar þátt á mótinu á aldrinum 6-12 ára. Keppt var í þremur sundgreinum, bringusundi, baksundi og skriðsundi.
Þau Einar Margeir og Sunna Arnfinnsdóttir sem æfa með afrekshópi sýndu yngri krökkunum sund á mótinu en þau unnu til fjölda verðlauna á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í sundi sem fram fór um liðna helgi.
Að Landsbankamóti loknu var sundkrökkum og foreldrum þeirra boðið í pastaveislu í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum þar sem verðlaunaafhending og happadrætti fór fram öllum til mikillar skemmtunar.
Um 100 manns áttu saman góða samverustund að móti loknu og þakkar Sundfélag Akranes öllum fyrir komuna.