Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM

Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM og hafnaði hann í 20. sæti í 100m fjórsundi.

Einar Margeir náði mjög góðum árangri á HM í Budapest þegar hann varð i 20. sæti í 100m fjórsundi á tímanum 54.36.
Einari sjálfum fannst hann getað synt hraðar en var eins og skiljanlegt er spenntur fyrir sitt fyrsta sund á HM þar sem hann synti meðal bestu sundmönnum heims.

Einar keppti líka í 200m bringsundi og gerði sér litið fyrir og bætti sig og kom í mark á 2.09.97, og varð í 27. sæti.
Einar er þar með yngsti Íslendingurinn til að fara undir 2.10 .
Einar var mjög sattur við sitt sund, og hann utfærti sundi eftir planinu.

íslenska liðið náði mjög góðum árangri og setti samtals fimm Íslandsmet og Einar Margeir var hluti af boðsundssveit sem setti íslandsmet en það var í 4×100 fjórsund blandaðri sveit en þar synti hann bringusundsprett á 57.95 sem er næst hraðasti tími sem Íslendingur hefur gert í boðsundi og 1,5 sekundur harðar en hans besti tími.
Liðið hafnaði í 19 sæti.

HM var mjög sterkt mót með keppendur frá öllum heiminum og á mótinu féllu 30 heimsmet.
Laugin þar sem mótið fór fram er talin ein af þeim bestu í heimi og öll umgerð sem best fyrir sundfólkið svo það er hægt að fullyrða að þetta er ein besta laug sem við höfum keppt í.

Viðtal við Einar eftir sund:
https://www.sund.live/…/s-hm25-2024-einar-m-agustsson…
https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-einar-m-agustsson-200m-bringa-hawr7o
https://www.sund.live/video/s-hm25-2024-island-4x100m-fjor-mixed-tx9sv