Viðurkenningar sundárið 2021

Sundmaður Akraness: Enrique Snær Llorens Sigurðsson

Enrique Snær er Íslandsmeistari í 400m fjórsundi í 25m laug. Á íslandsmeistaramótinu í 25m laug vann hann líka silfur í 200m fjórsundi, brons í 400m skriðsundi og 200m flugsundi. Í boðsundi vann hann lika til silfur í 4x50m skriðsundi og brons í 4x100m skriðsundi og 4×200 skriðsundi með liðsfélögum sínum.   Á IM50 vann hann til silfurverðlauna í 200m og 400m fjórsundi. 
Á árinu hefur hann sett 9 Akranesmet

Hann náði í fyrsta sinn lágmörkum fyrir landslið íslands í sundi og fer með landsliðhópnum í æfingabúðir á Tenerife í febrúar.
Enrique æfir mjög vel og verður spennandi að fylgjast með honum næstu árin. Sundfélag Akraness er stolt af því að hafa Enrique Snæ innan sinna vébanda þar sem hann er mikil fyrirmynd og frábær félagi.

Félagabikarinn fékk Kristján Magnússon

Krístján er duglegur að hvetja liðsfélaga sína áfram bæði á æfingum og á sundmótum. Hann sýnir liðsfélögum sínum mikla virðingu og er góður fyrir hópinn.
Hann leggur sig alltaf fram á æfingum og sýnir jákvætt viðhorf til æfinga og hefur mikinn metnað til að bæta sig.
Kristján er frábær fyrirmynd fyrir félagið.

Bikarinn er veittur til minningar um þá Arnar Frey Sigurðsson og Karl Kristinn Kristjánsson.

Ingubikarinn er veittur fyrir stigahæsta bringusundið 12 ára og yngri og er gefinn til minningar um Ingunni Guðlaugsdóttur.

Bikarinn hafnaði hjá Viktoria Emilia Orlita fyrir 200m bringusund á tímanum 3.26.32 sem gera 277 fina stig.

Viðurkenningu fyrir stigahæstu sundin hlutu:
Meyjur: Viktoria Emilia Orlita 277 stig, 200m bringusund 3.26.32
Sveinar: Kajus Jatautas 135 stig,  50m skriðsund  39.45

Telpur: Arna Karen Gísladóttir 383 stig, 50 skriðsund 31.55
Drengir: Víkingur Geirdal Birnuson 339, 100 skriðsund 1.04.43

Stúlkur: Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 633 stig, 100 skriðsund 58.50 
Piltar: Einar Margeir Ágústsson, 624 stig  50m bringusund 29.54

Karlar: Enrique Snær Llorens Sigurðsson 670 stig, 400 fjórsund  4.28.34
Konur: Lára Jakobína Ringsted  403 stig, 50 skriðsund 32.03 (í 50m laug)


Viðurkenningu fyrir bestu ástundun og framfarir á árinu 2021 hlutu:


Meyjur: Svava Guðfinna Ingvarsdóttir
Sveinar: Eymar Ágúst Eymarsson
Telpur: Íris Arna Ingvarsdóttir
Drengir: Almar Sindri Daníelsson Glad
Stúlkur: Karen Káradóttir
Piltar: Guðbjarni Sigþórsson